Prentvæn útgáfa
Skrįšu žig ķ tölvupóstlista fly.is
Email
  

 

Farið á Aztec til Færeyja

Síðustu helgi fór Kjartan Jónsson, meðlimur Flugklúbbsins á Aztecnum til Færeyja

Aztec fuelaður fyrir brottför til FæreyjaÞorleifur í Aztec á leið til FæreyjaKjartan í FL090 yfir AtlantshafiAztec lentur í Færeyjum EKVG - Vaagar
Allir tankar fylltir fyrir brottför.       Þorleifur í góðum gír.                    Kjartan í FL090 yfir hafinu           Lent í Vaagar í Færeyjum.

Það var laugardagsmorgun, klukkan 7:30 og ég var kominn niður á völl, búinn að panta bensínbílinn og hann átti að fylla inboard og outboard tanka en ég gat ekki sett neitt eldsneyti í tip-tankana þar sem ég var með 3 farþega. Búinn að plana með fína Excel skjalinu sem ég fékk hjá Hafsteini í Flugskóla Reykjavíkur um daginn og framkvæma þyngdarútreikninga í öðru Excelskjali sem Gummi Unnsteins lét mig fá.

Um 8 leytið var allt orðið klárt og ég fór í loftið í blíðskaparveðri og klifraði í sjónflugi upp í 5500 fet. þegar við vorum komin áleiðis yfir suðurlandið þá fórum við að hækka okkur til að fara yfir hálendið og vorum komin í fluglag 095 þegar við komum yfir ING. Þar óskuðum við eftir blindflugsheimild á áfangastað og fengum heimild alla leið í FL090.

Hefðum við ekki óskað eftir þessari heimild hefðum við þurft að lækka okkur niður fyrir 5500 fet þar sem úthafssvæðið er A airspace frá 5500 fetum og því einungis heimilt blindflug innan þess svæðis.

Flugið út tók 2 klukkustundir og 45 mínútur og lentum við í ágætu veðri í Færeyjum, 10 hnúta vestanátt og Broken í 5000 fetum. Þegar komið var inn yfir eyjarnar hristumst við svolítið enda er vindrósin fyrir þennan völl þannig að ófært er strax við 20 hnúta hliðarvind vegna klettaveggja og hárra fjalla sitt hvoru megin við völlinn.

Á vellinum fengum við eldsneyti, um 250 lítra. Eldsneytið í Færeyjum er töluvert dýrara en á íslandi, eða um 115 krónur líterinn.

Þetta var skemmtileg ferð og vorum við komin heim aftur um kvöldmatarleytið, búin að borða hádegismat í Þórshöfn og skoða landið í dágóða stund.

Vona að þessi frásögn geti verið þér til gagns og gamans og þú drífir þig í að fara svona túr, þetta er fín reynsla.

Kjartan Jónsson

Merki Flugblaðsis Flugið
  Heiti Upplýsingar Dagsetning
Be a pilot

Stęrš: 4.17 kb JPEG mynd 04.01.2005-18:27
Federal Aviation

Stęrš: 3.34 kb JPEG mynd 04.01.2005-18:27
AOPA

Stęrš: 3.88 kb JPEG mynd 04.01.2005-18:28
AOPA

Stęrš: 3.47 kb JPEG mynd 04.01.2005-18:29
Lycoming

Stęrš: 2.19 kb JPEG mynd 04.01.2005-18:29
Merki Flugblaðsis Flugið Flugid_logo
Merki Flugblaðsis Flugið
Stęrš: 3.26 kb GIF mynd 18.08.2005-21:09
file5091524.jpg

Stęrš: 5.02 kb JPEG mynd 06.08.2006-15:54
Cirrus logo

Stęrš: 5.81 kb JPEG mynd 23.01.2007-11:22

Til baka

 

Cirrus logo
Be a pilot
Federal Aviation
AOPA
Lycoming

Flugid_logo

 

© Flugklúbbur Íslands 562-1010 - fly@fly.is - www.fly.is